Þjónusta og fræðsla tengd tölvuleikjum

Leikjakvöld fyrir smærri hópa með fræðslu-ívafi. Farið verður yfir virkni gamalla tölvuleikja, skjátækni og myndmerki borin saman. Stutt kynning á stýribúnaði og svo verður keppt í nokkrum tölvuleikjum að því loknu.
Næsta leikjakvöld verður haldið í vetur eftir áhuga

Hvaða leikjaunnenda dreymir ekki um að eiga sinn eigin spilakassa eða sérsmíðaða stýripinna fyrir tölvuleiki.

Smekklegir spilakassar með vönduðum skjám og gæða-stýribúnaði verða afhjúpaðir innan tíðar. Eru þar á ferðinni stórir kassar með 27 tommu túbuskjám

Hvernig virka gamlir tölvuleikir? Uppfletirit þar sem farið er yfir helstu hugtökin og algengum spurningum er svarað. Hvernig á að stilla og viðhalda túbuskjám osfv.

Það þekkja flestir leikjaunnendur þau vonbrigði sem verða þegar gamlar leikjatölvur eru tengdar við flatskjái síðustu ára. Í minningunni voru myndgæðin miklu betri á túbusjónvörpum en er það ekki bara nostalgíunni um að kenna? Tækninni hlýtur að hafa farið fram til muna síðustu árin og því getur varla verið að myndgæðin hafi versnað? Það er svo að heilinn er ekki að blekkja okkur, myndgæðin voru betri og það eru margar ástæður fyrir því og hér ætla ég að reyna að útskýra eina af þeim. Ameríski NTSC staðallinn er 29.97 rammar á sekúndu með 483 sýnilegar línur en evrópski PAL staðallinn er 25 rammar á sekúndu með 576 sýnilegar línur. Einungis hálf myndin er uppfærð hverju sinni (interlaced) Þetta hentaði vel fyrir kvikmyndir en við spilun tölvuleikja var meiri þörf fyrir hraða og stöðuga mynd. Skjátæknin í túbuskjám bauð uppá mikinn sveigjanleika sem var aldrei formlega innleiddur í PAL eða NTSC staðla; það var hægt að fækka línunum um helming og þar með uppfæra myndina helmingi oftar á sekúndu. NTSC gat því sýnt 59,94 ramma á sekúndu og PAL 50 ramma á sekúndu.
Þetta fyrirkomulag var notað frá upphafi tölvuleika og var algengt út 10 áratuginn. Fyrstu spilakassarnir notuðust við NTSC túbusjónvörp og eldri tölvur notuðust einnig við þessa tækni. Í daglegu tali er þetta kallað 240p (p fyrir progressive scan) þó línurnar geti verið fleiri eða færri. Þetta er ástæða þess að gamlir tölvuleikir eru oftar en ekki með aðra hverja línu skyggða eða svarta á milli þegar þeir eru spilaðir á túbuskjám. Í daglegu tali er skyggðu línurnar kallaðar scanlines þó það sé tæknilega séð rangt. Þar sem 240p myndmerki voru aldrei hluti af sjónvarps-stöðlum þá styðja sjónvörp í dag ekki þessa tækni. 240p mynd er því skipt upp í þannig að önnur hver lína er uppfærð (480 línur interlaced) í stað þess að vera uppfærðar á víxl. Við þessa hörmulegu umbreytingu á myndmerki fækkar römmum á sekúndu um helming. Mynd úr gömlum leikjatölvum verður því alltaf verri ef ekki hrikaleg á flatskjám nema notaður sé kostnaðarsamur búnaður og oft þarf að gera breytingar á tölvunum sjálfum. Það eru ýmsar aðrar ástæður fyir því að myndin er ljótari á flatskjám en á túbuskjám og ég fer út í það síðar. Nú ætti fólk allavega að átta sig á betur á því hvaðan nafnið á 240 Leikjalausnir kemur


Einnig verður hægt að nálgast app til þæginda fyrir stillingar á túbuskjám eða spilakössum